Notar blaðamenn mbl.is Google þýðingarvélina við fréttaskrif???

Hvað er eiginlega í gangi hjá mbl.is?  Er búið að reka prófarkalesarana í sparnaðarskyni og farið að láta Google þýðingarvélina um málin?  

"Báturinn gjörskemmdist og sökk til hafsbotnar".  Á þetta að vera fyndið?  "Gjörskemmdist" og "til hafsbotnar", muuhahahaha.......  Hefði betur verið "gjöreyðilagðist" og "til hafsbotns".

"og ekkert að fara af límingunum." Síðast þegar ég vissi hét það "að fara á límingunum".

 Ég sting upp á að sá sem skrifar grein á mbl.is setji nafnið sitt undir svo allir viti hver á skömmina.  Það yrði kannski til að hvetja menn til að vanda sig betur....

Góða daga. 


mbl.is „Við vorum pollrólegir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband