Dagur deilir fasteignagjöldum af Hörpunni með nágrönnum.

Dagur skælir hátt yfir því að þurfa að borga lítinn hluta kostnaðar við starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands en minnist ekki á hvað borgin fær í staðinn.  Hún fær himinhá fasteignagjöld af Hörpunni sem svo merkilega vill til að er staðsett í Reykjavík.  Hún hefur margþættan annan hagnað af Sinfó, s.s. útsvar starfsmanna sem búa væntanlega flestir í Reykjavík og afleiddan hagnað af komu fólks úr öðrum sveitarfélögum til að hlusta á Sinfó.  Sennilega ætti borgin að borga stærri hlut í rekstrinum en verið hefur fram að þessu, nema hún sé að fara að deila fasteignagjöldunum og fleiru með nágrönnum sínum...


mbl.is Vill fleiri sveitarfélög að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband