Byggðastefna Sjálfstæðisflokksins???

Þann 1.september á því herrans ári 2015 eftir Krists burð ákvað ráðherra byggðamála og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, frú Ólöf Nordal, að auka enn á mismunun eftir búsetu hér á landi með því að skrifa upp á reglugerð um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003.

Breytingin hefur nú orðið til þess að minnka póstþjónustu við fólk og fyrirtæki í dreifbýli landsins enn og aftur, en Íslandspóstur hafði áður lokað fjölmörgum póstafgreiðslustöðvum með blessun Póst- og fjarskiptastofnunar.

Með þessu rekur varaformaður Sjálfstæðisflokksins enn einn naglann í líkkistu dreifbýlis á Íslandi í nafni frelsis og gróðasjónarmiða.

Finnst ÞÉR eðlilegt að Íslenska ríkið (og Sjálfstæðisflokkurinn) stuðli að sífellt aukinni mismunun þegnanna eftir búsetu þeirra???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband