Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Ekki lengur ofstækismanneskja í stóli umhverfisráðherra...

Það er gott að heyra að ekki er lengur ofstækismanneskja í stóli umhverfisráðherra.  Lög um náttúruvernd verða að vera skynsamleg og ekki síður framkvæmanleg, en það virtist ekki vera tekið með í reikninginn hjá fyrri ráðherra.
mbl.is Lög um náttúruvernd afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórglæsileg auglýsing fyrir Ísland.

Auglýsingin er virkilega flott og frábær landkynning fyrir Ísland.  Það sem hinsvegar vekur athygli í þessari frétt er að en eina ferðina kemur í ljós að búið er að koma umhverfisverndarofstækisfólki fyrir í embættum á vegum ríkisins og fjölmiðlar eru alltof viljugir til að birta talibanasýn þeirra á atburði.  Þetta fólk gerir ekki greinarmun á því að skemma gróið land og að keyra yfir urð og grjót eða sand þar sem íslenskt veður afmáir öll för eftir menn og dýr flótt og örugglega.
mbl.is „Kolólöglegt athæfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband