Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Græða á tá og fingri ... meðhag almennings í huga.

Magnað hvernig þeim hjá Högum tekst sífellt að gabba fjölmiðlamenn til að birta "jákvæðar fréttir" um hversu mikið þeir bera hag almennings fyrir brjósti, en svo koma af og til fréttir um mikinn hagnað fyrirtækisins án þess að vekja eftirtekt og umræðu sömu fjölmiðlamanna.  Er álagning verslunarkeðjunnar ekki einfaldlega of mikil???
mbl.is Hagnaður Haga 939 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungur blaðamaður mbl.is ber sín persónulegu áhugamál á borð fyrir skrílinn...

Ég hélt að ritstjórn mbl.is væri vandari að virðingu sinni en að leyfa ungum blaðamanni sínum að skrifa og birta stóra grein um sín persónulegu hugðarmál án þess svo mikið sem að gera tilraun til að skoða málið frá fleiri sjónarhornum.  Það þarf enginn að efast um að algjör niðurfelling tolla og vörugjalda hér á landi er drengnum mjög að skapi enda hefur hann áður skrifað um það einhliða grein án þess að skoða aðrar hliðar og/eða velta fyrir sér afleiðingum af slíku, fyrir utan þá staðreynd að erfitt yrði að finna annað land á þessum hnetti sem státaði af algjöru tolla- og vörugjaldaleysi...

Hér er tengill á fyrri bernskubrek unga piltsins:   http://kij.blog.is/blog/kij/entry/1290735/


mbl.is Vilja afnema tolla og vörugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ... Einmitt ...

Ofurhagnaður, ofurlaun forkólfa og ofsagróði eigenda Haga koma beint úr vasa "viðskiptavina" félagsins sem þeir bera svo mikla umhyggju fyrir.  Viðskiptavinir félagsins voru (og eru enn að einhverju leyti) allur almenningur, en ekki einungis launamenn í þéttbýlinu.  Bændur og þær þúsundir manna sem vinna við störf sem eru afleidd af íslenskum landbúnaði eru líka viðskiptavinir Haga og bændur reyndar bæði sem kaupendur og seljendur.  Ef og þá þegar Finnur og félagar verða búnir að fá óskir sínar uppfylltar um óheftan innflutning landbúnaðarvara (og þar með verður Ísland eina landið í heiminum í þeirri stöðu) verður annaðtveggja að finna/búa til ný störf fyrir fleiri  þúsundir bænda og annarra eða hækka tryggingagjaldið hjá Högum og öðrum fyrirtækjum um verulega marga milljarða til þess að hægt verði að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur.  Á sama tíma væri búið að flytja úr landi hluta þess virðisauka sem framleiðsla landbúnaðarvara gefur af sér hér á landi, en auðvitað yrði hluti hans eftir í vasa verslunarmanna eins þeim hjá Högum vegna hækkaðrar álagningar sem þeir myndu eflaust standa fyrir "ef" þeir næðu einhversstaðar í ódýrari landbúnaðarvörur en framleiddar eru hér.  Það er eflaust hægt að finna slíkt í austurevrópulöndum svona fyrst um sinn, á meðan lágmarkslaunin þar eru brot af því sem hér viðgengst.
  Ég hef ekki verið sérstakur talsmaður þess að afnema frjálsa álagningu hér á landi, en þegar verslunarmenn eins og Finnur og félagar ljúga því ítrekað að þeir séu aðeins að hugsa um hag neytenda/viðskiptavina þegar þeirra aðalmarkmið er að græða sem mest fyrir sem minnst, þá verður maður hugsi yfir ástandinu.  Ég get bara ekki séð að verslunarmönnum og um leið þeim sem halda í strengina sem verslunarmenn hanga í (öðru nafni bankamenn) sé lengur treystandi fyrir því að ákveða sjálfir álagningarprósentuna....  Er ekki kominn tími til að sverfa svolítið af vígtönnunum á sjálftökuliðinu með því að taka af þeim þennan rétt?  Og.. Þótt Finnur segi að álagning Haga liggi fyrir fjórum sinnum á ári, þá hef ég hvergi séð neitt um það.  Þeir mættu alveg merkja allar matvörur með álagningarprósentunni, en þá yrði líka að koma fram hversu mikið skyldir/tengdir aðilar leggja á vöruna í millitíðinni.

mbl.is Hagar orðið fyrir grófum aðdróttunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband