Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Kjánaleg fullyrðing í fyrirsögn fréttar...

Það fer um mann kjánahrollur að lesa fyrirsögn fréttamanns mbl.is og ekki síður fullyrðingu Hagstofunnar í fyrirsögn sinni um rannsóknina sem er:  "Munur ráðstöfunartekna eftir menntun minnstur á Íslandi".

Hvaða tilgangi þjónar svona upphrópun um að háskólamenntun skili sér illa á Íslandi í samanburði við önnur lönd?  Getur verið að það sé hluti af launabaráttu?  Gott og vel, en það verður þá að krefjast þess að málin séu ekki "flækt í drasl" þannig að fáir nenni að kynna sér þau og enn færri skilji efni skýrslunnar.  Ég er einn þeirra sem nenni alls ekki að lesa þetta frá orði til orðs og hef sjálfsagt heldur ekki gáfur til að skilja innihaldið.  Þó reyndi ég t.a.m. að finna hvar fram kæmi vinnutíminn að baki tekjunum, en flestir vita að algengt er að fólk sem hefur lægri laun vinni lengri vinnudag til að ná endum saman.  Ef það er virkilega ekki tekið tillit til unninna vinnustunda að baki tekjunum þá gef ég ekki mikið fyrir þessa "rannsókn".  Svo tók ég eftir því að hagnaður af sölu hlutabréfa er undanskilinn í "lífskjararannsókninni" sem eykur nú ekki traustið á samanburðinum.  Hvorir eru líklegri til að hafa tekjur af sölu hlutabréfa, verkamenn eða háskólagengnir?  Við skulum líka reikna með að háskólamenntaðir einstaklingar hafi barið saman útfærsluna á rannsókninni...  Hafa þeir ekkert betra að gera en að búa til og bera á torg svona BULL !!!


mbl.is Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta byggðaaðgerð allra tíma?

Mikið hefur verið rætt og ritað um vandamál tengd fólksflótta til höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum og áratugum.  Ýmislegt hafa stjórnvöld reynt til að sporna við þessari þróun sem þó verður að telja að hafi varla virkað.  Byggðastofnun, byggðastyrkir, byggða þetta og byggða hitt, en allt kemur fyrir ekki.  En ef nánar er skoðað er ekkert skrítið þó allar leiðir liggi suður þar sem raunveruleg byggðastefna stjórnvalda síðustu áratugina byggist kannski fyrst og fremst á því hvað gert er fyrir höfuðborgarsvæðið án þess að huga að afleiðingunum.  Uppbygging stjórnkerfis landsins hefur að langmestu leyti farið fram á því svæði.  "Hagræðing" í stjórnkerfinu hafa oftast farið þannig fram að þjónusta er minnkuð úti á landi og/eða færð til höfuðborgarsvæðisins og felur slík hagræðing oftast í sér kostnaðarauka fyrir íbúa dreifðari byggða.  Sjálfsögð þjónusta á borð við þá sem veitt er í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu, vegakerfinu, fjarskiptakerfinu og víðar er skorin við nögl eftir því sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu.  Einkavæðing og sala t.d. Símans hefur orðið til þess að sjálfsagt þykir að mismuna landsmönnum stórkostlega í fjarskiptaþjónustu, en ef lögum hefði verið breytt á þá leið að slík mismunun væri bönnuð, þá væri það vandamál ekki til staðar.  Lög um raforkudreifingu sem opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn tóku upp frá ESB hefur orðið til þess að mismuna fólki alvarlega eftir búsetu í gjaldtöku fyrir þessa sjálfsögðu grunnþjónustu.  Margt fleira er hægt að týna til, en ég læt duga að sinni að nefna að líklega er langstærsta aðgerð eða aðgerðaleysi stjórnvalda til byggðaröskunar uppbygging vaxtabótakerfisins og ef af verður enn frekar með upptöku stórkostlegrar niðurgreiðslu húsaleigu.  Ef fólk fengi ekki og hefði aldrei fengið slíka niðurgreiðslu á vöxtum og húsaleigu þá hefði samkeppni verið um allt land um fólkið.  Fólk byggi þar sem það hefði efni á og atvinna myndi um leið haldast þar sem fólk vildi og gæti búið.  Ef hinsvegar vilji stjórnmálamanna stæði til að styðja við banka og stóreignamenn með niðurgreiðslu okurvaxta og okurhúsaleigu sem þeir taka af almenningi þessa lands, þá væri skárra að slíkt færi ekki eftir kostnaði heldur stærð húsnæðis og/eða stærð fjölskyldu.  Sama upphæð fengist í vaxta-/húsaleigubætur fyrir sömu stærð húsnæðis allsstaðar á landinu en með tengingu við fjölskyldustærð.


USA varpa sprengjum á Írland ;-)

Samkvæmt fréttinni er bandaríski flugherinn að varpa sprengjum á Írland...  Hvað skyldu nú bretar segja við því ;-)


mbl.is Stríðið kostar milljarð dag hvern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband