Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Óheiðarlegir "stjórnmálamenn"...

Það er hlálegt að við skulum vera í þeim sporum í dag að smákóngar skuli vera að véla um hvernig þeir best nái að þvinga óviljuga íslenska þjóð til inngöngu í Evrópusambandið, en eins og allir vita eru þrír flokkar á alþingi með það eitt á stefnuskrá að fara inn í það brennandi hús. Samfylkingin sem hvarf (næstum), Björt framtíð og nú síðast Viðreisn eru þessir flokkar, en þó verður að segjast að BF er líka með það á "mikilvæga" mál stefnuskránni að breyta klukkunni hér á landi til samræmis við ESB löndin ;-) Samfylkingarfólk er líklega með bestu samviskuna í þessum hópi þar sem það felur ekki raunverulegan tilgang flokksins um inngöngu í ESB, en það er ekki hægt að segja um nýjan flokk forríkra viðskiptamógúla, úr sér genginna stjórnmálamanna og kúlulánaþega. Þeir tala minnst um eina tilgang flokksins sem þeir skýrðu svo hlægilegu nafni "Viðreisn", en það er einmitt títtnefnd innganga í himnaríki ESB.
Þá eru síðustu fréttir um að BF og Viðreisn krefjist forsætisráðuneytisins fyrir hönd Benedikts í Viðreisn í senn sprenghlægilegar og fáránlegar. Þar fer maður sem talar fyrir einhverskonar nýrri nálgun í stjórnmálum, en á sama tíma lýgur hann blákalt að þjóðinni að hægt sé að fara í "könnunarviðræður" um inngöngu í ESB. Allir vita að þetta er lygi, en fullt af einföldu fólki trúir samt lyginni sem BF og Samfylkingin hafa líka margoft verið staðin að.
Þá er verulega vont mál að Katrín í VG skuli ekki hrista slyðruorðið af sínum flokki í ESB málum, en hún var sú eina sem svaraði ekki beinni spurningu um þau mál í sjónvarpsumræðum fyrir kosningar. Því er ekki hægt að reikna með öðru en að VG muni standa með í því að reyna að ljúga Ísland inn í ESB, ekki síst í ljósi stærstu pólitísku svika íslandssögunnar þegar fyrri formaður VG ásamt Katrínu og fleirum kúventi að loknum kosningum 2009 fyrir ráðherrastóla.
Fátt er um fína drætti á þessum síðustu og verstu. Alltof margir féllu í þá gryfju að sjá ekki að nýafstaðnar alþingiskosningar snérust í raun um aðild Íslands að Evrópusambandinu, en svo falskir voru pólitíkusarnir að þeim tókst að láta fólk halda að þær snérust um heilbrigðiskerfið, eldri borgara og öryrkja þessa lands.....

Ljótt er í efni


mbl.is Vilja Benedikt sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband