Já ... Einmitt ...

Ofurhagnaður, ofurlaun forkólfa og ofsagróði eigenda Haga koma beint úr vasa "viðskiptavina" félagsins sem þeir bera svo mikla umhyggju fyrir.  Viðskiptavinir félagsins voru (og eru enn að einhverju leyti) allur almenningur, en ekki einungis launamenn í þéttbýlinu.  Bændur og þær þúsundir manna sem vinna við störf sem eru afleidd af íslenskum landbúnaði eru líka viðskiptavinir Haga og bændur reyndar bæði sem kaupendur og seljendur.  Ef og þá þegar Finnur og félagar verða búnir að fá óskir sínar uppfylltar um óheftan innflutning landbúnaðarvara (og þar með verður Ísland eina landið í heiminum í þeirri stöðu) verður annaðtveggja að finna/búa til ný störf fyrir fleiri  þúsundir bænda og annarra eða hækka tryggingagjaldið hjá Högum og öðrum fyrirtækjum um verulega marga milljarða til þess að hægt verði að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur.  Á sama tíma væri búið að flytja úr landi hluta þess virðisauka sem framleiðsla landbúnaðarvara gefur af sér hér á landi, en auðvitað yrði hluti hans eftir í vasa verslunarmanna eins þeim hjá Högum vegna hækkaðrar álagningar sem þeir myndu eflaust standa fyrir "ef" þeir næðu einhversstaðar í ódýrari landbúnaðarvörur en framleiddar eru hér.  Það er eflaust hægt að finna slíkt í austurevrópulöndum svona fyrst um sinn, á meðan lágmarkslaunin þar eru brot af því sem hér viðgengst.
  Ég hef ekki verið sérstakur talsmaður þess að afnema frjálsa álagningu hér á landi, en þegar verslunarmenn eins og Finnur og félagar ljúga því ítrekað að þeir séu aðeins að hugsa um hag neytenda/viðskiptavina þegar þeirra aðalmarkmið er að græða sem mest fyrir sem minnst, þá verður maður hugsi yfir ástandinu.  Ég get bara ekki séð að verslunarmönnum og um leið þeim sem halda í strengina sem verslunarmenn hanga í (öðru nafni bankamenn) sé lengur treystandi fyrir því að ákveða sjálfir álagningarprósentuna....  Er ekki kominn tími til að sverfa svolítið af vígtönnunum á sjálftökuliðinu með því að taka af þeim þennan rétt?  Og.. Þótt Finnur segi að álagning Haga liggi fyrir fjórum sinnum á ári, þá hef ég hvergi séð neitt um það.  Þeir mættu alveg merkja allar matvörur með álagningarprósentunni, en þá yrði líka að koma fram hversu mikið skyldir/tengdir aðilar leggja á vöruna í millitíðinni.

mbl.is Hagar orðið fyrir grófum aðdróttunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem skilur mig mun meira eftir hugsi eru miklar hækknir á vörumarkaði síðasta haust og þá kennt um hækkuðum launakostnaði.

Hlutfallslegur kostnaður launa er 8,5%, þ.e.a.s. að ef laun hækka um 10% þarf að hækka vöruverð um 0,85% til að EBITA haldist óbreytt.

Hækkanirnar á vöruverðinu sl haust voru uppá 6-15% sem verður ansi merkilegt enda hefði þurft 70% launahækkun til að framkalla síka hækkunarþörf.

Óskar Guðmundsson, 4.6.2014 kl. 13:03

2 Smámynd: Tryggvi Rafn Tómasson

Það er greinilegt af skrifum þínum að þú býrð ekki í þéttbýlinu. Það hefur löngum verið vitað að íslenskir neytendur búa við landbúnaðarkerfi sem er löngu orðið úrelt. Í staðinn fyrir að reyna að finna einhverja sameiginlega lausn sem bæði bændur og neytendur hagnast sameiginlega á rembast varðhundar Framsóknar og Bændasamtakanna við að vernda úrelt kerfi sem gagnast engum nema örfáum og neita að horfast í augu við staðreyndir.

Hefur þú farið í búð nýlega eða eyðir þú öllum þínum tíma úti á túni að sinna skepnunum? Það er afar takmarkað úrval af landbúnaðarvöru á Íslandi í dag. Stundum er afar lítið framboð af innlendri kjötvöru og stundum ekki neitt. Þar sem það eru lagðir á himin háir verndartollar þá er sú vara sjaldan flutt inn frá útlöndum.

Matarkarfan fer stöðugt hækkandi á íslenskum heimilum. Það er erfiðara fyrir 4 manna fjölskyldu að eiga í sig og á en það var fyrir nokkrum árum. Ef Íslendingar tækju skrefið til fulls og myndu sækja um aðild að ESB og ganga í sambandið þá myndi vöruúrval stóraukast í verslunum, verðið á matvörunni myndi hríðfalla og hagur fjölskyldna myndi vænkast.

Þeir einu sem myndu ekki græða eins mikið á því kerfi væru bændurnir.

En þú og þínir þurfa ekki að hafa áhyggjur. Mér sýnist núverandi stjórnvöld ekki hafa mikinn áhuga á því að breyta núverandi kerfi. Með bændaflokkinn við stjórnvölinn sem hugsar aðeins um hag bóndans er það tryggt að íslenskur almenningur heldur áfram að láta taka sig í ósmurt rassgatið og lætur bjóða sér hæsta verð á matvælum sem þekkist í Evrópu.

Allt til að vernda bóndann og öll verðmætu störfin í landbúnaðinum.

Ég er ekki að segja að það eigi að opna landið okkar uppá gátt og drepa niður landbúnaðinn. Það sem ég er að meina er að það þarf að finna sameiginlega lausn þar sem bæði neytandinn og bóndinn hagnast á. Það virðist enginn vilji vera fyrir því hjá núverandi stjórnvöldum, því miður.

Tryggvi Rafn Tómasson, 5.6.2014 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband