Viðhald...

Það hefur lítið að segja að ætla sér að fara í viðgerðir á "næstu árum" á stórskemmdum vegum um allt land fyrir þá sem eru nú þegar að aka eftir ónýtum vegum eftir sparnað undanfarinna ára.  Hanna Birna bætti svo um betur í vor að sögn vegagerðarmanna með því að taka tugi eða hundruði milljóna af fjársveltum viðhaldssjóðum til að kaupa sér frið fyrir fjölmiðlaumfjöllun um vondan ferðamannaveg um Kjöl.  Sveitavegir sem vegagerðin á og ber ábyrgð á hafa margir hverjir ekkert viðhald fengið í langan tíma og litlar og stórar holur ásamt moldarpyttum þar sem burðarlagið er farið eru að verða algeng sjón með tilheyrandi skemmdum á bílum og hættu á slysum.  Ég bíð hér með Vegamálastjóranum og Hönnu Birnu í kaffisopa við fyrsta tækifæri svo þau geti kynnt sér hvaða afleiðingar "ekkert" viðhald hefur á malarvegi.  Ég bendi þeim á að aka varlega svo þau lendi ekki utanvegar á leiðinni til mín og best færi á því að koma ekki á fólksbíl svo pústkerfið verði ekki eftir einhversstaðar á leiðinni.
mbl.is Vegakerfið fari í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband