Eru íslenskir fréttamenn hryggleysingjar?

Hvernig í ósköpunum stendur á því að íslenskir fréttamenn taka ekki stjórnarandstöðuforingjana sem standa fyrir þessari þingsályktunartillögu á teppið og spyrja þá gagnrýninna spurninga?  Af hverju hafa til dæmis félagarnir í Kastljósi ekki tekið þetta fólk á beinið og krafist svara á því hvernig hægt eigi að vera að halda áfram aðlögunarviðræðum sem ESB stöðvaði sjálft?  Hvað þetta fólk vilji gera við fyrirvara alþingis sem fylgdu aðildarumsókninni sem þ.á.m. var ætlað að vernda sjávarútveg, landbúnað og hreina orku Íslands fyrir yfirtöku og/eða eyðileggingu erlendra peningaafla?  Það er fáránleiki Íslands í dag að allflestir fréttamenn hér á landi virðast vilja ganga í ESB og eru óhræddir við að beita sér fyrir því með því að misnota þá miðla sem þeir starfa á, hugsanlega í samstarfi við eigendur í einhverjum tilfellum.  En það er kannski ekki skrítið því eflaust hafa margir þeirra legið í vellystingum í "kynningarferðum" (öðru nafni mútuferðum) úti í Brussel.


mbl.is Fleiri umsagnir með þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband