Kjánar í blaðamannastétt???

Þessi skrif bera kjánaskap blaðamanns greinileg merki þar sem hann virðist skrifa "fréttina" til þess að fá fyrirframgefna niðurstöðu.  Semsagt að íslenskur landbúnaður sé ómögulegur.  Mér finnst blaðamenn ekki eiga að hafa rétt til dylgja um hluti án þess að kynna sér allar hliðar mála sbr. fullyrðinguna um dýrar kjötvörur hérlendis og önnur um eitthvað sem "einhverjir" sérfræðingar hafi verið að hugsa.  Þá er samanburður við tollamál Asíuríkja í hæsta máta sérkennilegur.  Nær væri að sjá hvernig til að mynda ESB ver sinn landbúnað með tollum líkt og svo gott sem öll lönd í heiminum gera...

Einkunn í blaðamennsku fyrir greinina getur ekki orðið hærri en NÚLL ...


mbl.is Íslenska krónan allt of hátt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að auki er hér um að ræða samanburð á tveimur ólíkum vörutegundum, Annars vegar BigMac og hinsvegar Metro borgara, en sá síðarnefndi er í raun aðeins lakari eftirlíking af þeim fyrrnefnda.

Ef maður myndir gera samanburð á verði á Rolex úri annars vegar í skartskripaverslun á Íslandi og hinsvegar hjá götusala í Peking, yrði niðurstaðan eflaust sú að kínverskur yuan sé ofmetnasti gjaldmiðill í heimi. Staðreyndin er hinsvegar allt önnur, því eftirlíking er auðvitað mun ódýrari en ósvikin vara.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2015 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband