Hún gæti flutt til Saudi Arabíu til að komast í skattaskjól...
21.11.2015 | 10:24
Ef það er svona mikið mál að borga virðisaukaskatt af dömubindum, þá skilst mér að draumaland þessarar stúlku gæti verið Saudi Arabía þar sem fólk borgar enga skatta (að sögn). Annars er varla merkilegra að borga virðisaukaskatt á þessar vörur en til að mynda af matvörum. En atkvæðaveiðar popúlískra stjórnmálamanna og kvenna ríður ekki við einteyming...
65.500 í skatt fyrir að vera á túr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fer nú að tutla í pyngjuna hjá Helgu þegar hún kemst á aldur og þarf að fara kaupa sleypiefni og karlin hennar að bryðja víakra. Þau verða gjaldþrota.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.11.2015 kl. 11:18
Helgu? Ekki mér Þorsteinn ég var samtals 8,ár án þess mánaðarlega. Þá bísnaðist ég og minn ekta um gjöldin sem Kópavogur sendi út til fasteignaeigenda.Það voru allskonar gjöld sem voru send á venjulegum blöðum. Ég var einhverntíma að bísnast yfir gjaldafarganinu og nefndi m.a.skolp og gatnagerðargjöld.Góðvinur okkar sagði þá að bragði; já og bráðum verðið þið að borga getnaðargjald.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2015 kl. 03:12
Asakaðu Helga Kristjásdóttir. Ég átti vitaskuld við Heiðu Kristínu Helagadóttur hún er persónan í fréttinni, þannig að þú þarft ekki að taka þetta til þín, hélt reyndar að það lægi í augum uppi. En ég ruglaðist með nafnið, sem skrifast á fljótfærni mína.
Þið hjónin munduð auðvita skipta getnaðrgjaldinu á milli ykkar, að því gefnu að þið væru enn á barneignaraldri.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.11.2015 kl. 12:17
Þorsteinn minn þú þekkir ekki humor minn og ég tók þetta ekkert óstinnt upp. En það er svo áberandi hjá blessuðum ungdómnum að vera töff og ryðja gömlum bábiljum úr vegi,sem heftu umræðuna er lýtur að mismunandi verkun kynjanna. Það er auðvelt að spá í það núna,en karlar geta miðað aldur sinn við grönina,sem á að vera augljós.Svo mátti ekki spyrja kellingar hvað þær væru gamlar.M.KV.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2015 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.