Röng fullyrðing í frétt Morgunblaðsins.
3.1.2017 | 09:32
Það er nú lágmark að hafa staðreyndir á hreinu þegar verið er að skrifa greinar i blöð. Ekki veit ég hvort viðkomandi prófessor er svona illa gefinn og rétt eftir henni haft. Heldur hallast ég að því að um sé að kenna illa gefnum blaðamanni sem ekki er vandur að virðingu sinni eða að risastór mistök hafi verið gerð af hans hálfu (frekar en að um vísvitandi blekkingu sé að ræða).
Skrifað er að 30% flatur skattur hafi verið "tekinn af öllu íslensku grænmeti". Það er eins langt frá sannleikanum og mögulegt er. Það voru felldir niður tollar á ýmsu innfluttu grænmeti og lækkaðir á öðru, en á móti fengu íslenskir grænmetisbændur greiðslur frá íslenska ríkinu og er svo enn í dag.
"
Skattbreyting áhrif á neyslu grænmetis
Hún er hlynnt því að nota skatt til að hafa áhrif á neyslu og vísar til áhrifaríkra skattbreytinga á grænmeti árið 2002 máli sínu til stuðnings. Það ár hafi um 30% flatur skattur verið tekinn af öllu grænmeti úr íslenskum gróðurhúsum.
"
Skattlagning áhrif á neyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.