Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Arfavitlaus nálgun!!!
31.1.2014 | 09:42
Það er alveg fáránlegt að sleppa algjörlega kolvetnum. "Án kolvetna kúr" er bara út í hött og ótrúlegt að vera að bera slíkt saman við lágfitukúr. Til að samanburðurinn hefði verið marktækur væri Lágkolvetna vs. Lágfitu mjög fróðlegt. Sá sem var á "ánkolvetna" hefði ætt að borða grænmeti (að minnsta kosti það sem ekki er himinhátt í kolvetnum). Af þessari arfavitlausu "rannsókn/tilraun" er svo dregin sú ályktun að við þurfum á því að halda að borða sykur.....þvílíkt og annað eins bull. Það kæmi ekki á óvart að einhver stór hagsmunaaðili í sykur/sætindabransanum hefði greitt þessum mönnum fyrir "rétta" niðurstöðu.
Úr 60 kílóum í 111 kíló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Átti einhver von á því að áróðursskrifstofu ESB yrði lokað?
18.1.2014 | 09:48
Það verður sjálfsagt orðið kuldalegt í neðra þegar stórgrósserarnir í Brussel hætta að fjármagna áróður um eigið ágæti. Þessvegna þurfa þeir líklega ekkert að óttast sem hanga á spenanum í svokallaðri Evrópustofu...
Einu IPA-verkefni haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)