Ungur blaðamaður mbl.is ber sín persónulegu áhugamál á borð fyrir skrílinn...

Ég hélt að ritstjórn mbl.is væri vandari að virðingu sinni en að leyfa ungum blaðamanni sínum að skrifa og birta stóra grein um sín persónulegu hugðarmál án þess svo mikið sem að gera tilraun til að skoða málið frá fleiri sjónarhornum.  Það þarf enginn að efast um að algjör niðurfelling tolla og vörugjalda hér á landi er drengnum mjög að skapi enda hefur hann áður skrifað um það einhliða grein án þess að skoða aðrar hliðar og/eða velta fyrir sér afleiðingum af slíku, fyrir utan þá staðreynd að erfitt yrði að finna annað land á þessum hnetti sem státaði af algjöru tolla- og vörugjaldaleysi...

Hér er tengill á fyrri bernskubrek unga piltsins:   http://kij.blog.is/blog/kij/entry/1290735/


mbl.is Vilja afnema tolla og vörugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Blaðamenn hafa allir skoðanir á öllu sem þeir skrifa. Í blaðamennsku leitar fólk með mikinn áhuga á allskyns málefnum, rétt eins og í stjórnmálin.

Loksins sýnir einhver hugrekki og tekur skatta- og reglufrumskóginn á beinið. Um það er fjallað í fjölmiðli. Það er bæði gott og fróðlegt.

Geir Ágústsson, 23.6.2014 kl. 07:42

2 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Auðvitað er gott að fjalla um það mál eins og önnur Geir, en það ber ekki vott um faglega nálgun blaðamanns þegar hann gerir enga tilraun til að skoða málið frá öðrum sjónarhornum en eru honum að skapi...

Högni Elfar Gylfason, 24.6.2014 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband