Algjörlega óþolandi og óvönduð fréttamennska!!!

Það er óþolandi orðið að lesa margar fréttir núorðið.  Algegnt er að fréttamenn api upp "fréttir" eftir einhverjum aðilum og hnýti svo sínum eigin athugasemdum og fullyrðingum með og aftan við.  Það er oft engin tilraun gerð til að annaðhvort kanna sannleiksgildi fréttarinnar og/eða viðbætur fréttamanns eru bara alrangar og alls ekki í samræmi við það sem heimildarmaður sagði.  Nú vill svo til að Ísland skiptist upp í fleiri landshluta en suðurland, norðurland og austurland og hér á norðvesturlandi (nánar tiltekið í Skagafirði) hefur rignt flesta daga síðan í júní og skúrirnir eru oftar en ekki algjört skýfall.  Hér hafa bændur ekki getað heyjað nánast neitt á þessum tíma og þeir sem hafa reynt það hafa flestir tekið heyið ýmist hrátt, hundrennandi upp úr pollum og/eða handónýtt eftir margra daga eða vikna dvöl í pollunum.

Þessari setningu í lok "fréttarinnar" reikna ég með að fréttamaður hafi skellt inn sjálfur: "Þá fær Norður- og Aust­ur­land að kenna á rign­ing­unni sem hef­ur plagað Suður­land."  Megi hann hafa skömm fyrir slíka ruglyfirlýsingu (eða heimildarmaður hans ef þetta er frá honum komið).


mbl.is Búist við breytingum á veðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband