Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Hvaða dýraeigendum er illa við dýr?
15.2.2013 | 09:29
Maður skyldi ætla að þeir sem eru umráðamenn dýra væru flestir dýravinir. Hinir dýraeigendurnir sem er sama um heilsu og velferð dýranna tala um svokölluð gæludýravegabréf sem eru jafnmarktæk og innihaldslýsing matvöru frá evrópsku stórfyrirtæki að nafni Findus. Ég er sannfærður um að flestir í þessum fámenna hópi hunda- og kattaeigenda sem fara fram á að hætta einangrun dýra við komuna til landsins eru fyrst og fremst að hugsa um að komast skrefi nær inngöngu í ESB. Allavega greinilegt að velferð dýranna skiptir þá engu máli. Og að bera fyrir sig fötluðu fólki í þessu máli er fyrirfram úr myndinni því auðvitað er dýravelferð allra dýra á Íslandi rétthærri.
Eigendur gæludýra vilja að slakað verði á einangrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snobb framar heilbrigðisstéttum...
9.2.2013 | 09:47
Það vantar ekki aurana í snobbverkefnin. Eigum við ekki bara að leggja niður heilbrigðiskerfið svo við getum reist fleiri mennta-/menningarhallir til að uppfylla snobbþarfir örfárra einstaklinga í elítunni?
Tvær byggingar rísa á háskólasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki von á aðstoð frá umhverfisráðherra...
9.2.2013 | 09:29
Því miður er ekki hægt að reikna með því að umhverfisráðherra lyfti litla fingri til aðstoðar fuglunum í Kolgrafarfirði. Enda um einn almesta fuglamorðingja íslandssögunnar að ræða. Fáir einstaklingar á Íslandi hata að líkindum rjúpur og mófugla meira en ráðherrann sem brýst út í kerfisbundinni útrýmingarherferð á þessum "lyngvörgum"með tilraunum til alfriðunar tófunnar.
Fylgjast með fuglalífi í Kolgrafafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)